Beint í efni

Ég er Björnis brunabangsi og kem frá Noregi, stundum er ég kallaður Bjössi brunabangsi. Ég vinn við að aðstoða slökkviliðin í landinu við að fræða börn og fullorðna um brunavarnir. Allt frá því að ég var lítill, loðinn bangsahúnn og sá slökkvibíl í fyrsta skipti hefur mig dreymt um vera í slökkviliði.

Nú er ég kominn í slökkviliðið og stefni að því að verða mikilvægasti bangsi Íslands! Ég er fyrst og fremst hér fyrir börnin, en ég legg mig fram við að fræða alla fjölskylduna, líka ömmu og afa.

Brunavarnir heimilisins

Taka þarf tillit til ólíkra heimila þegar brunavarnir eru settar upp. Ef heimilið er hæðaskipt þarf að gera ráð fyrir að flóttaleiðir séu á öllum hæðum og í fjölbýli þarf að huga að því að stigahús séu með brunavarnir í lagi. Timburhús eru einstaklega mikill eldsmatur.

Samstarfsaðilar

Eldklár er samstarfsverkefni HMS og LSS um brunavarnir og er okkar markmið að fræða landsmenn um brunavarnir.

Fræðsluefni

Hér má nálgast ýmsan fróðleik um brunavarnir

Brunavarnir heimilsins

Brunavarnir heimilanna skipta miklu máli fyrir öryggi okkar. Hér er hægt að fræðast um helstu þætti í brunavörnum heimila.

Gróðureldar

Hér má fræðast um gróðurelda, við hvaða aðstæður þeir geta komið upp og aðrar ítarlegar upplýsingar..

Eldklár ferðaráð

Ekki láta góma þig við að vita ekki þitt rjúkandi ráð í sumar.