Flóttaleiðir og flóttaáætlun

Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu 2023 á brunavörnum heimilisins þá eru 75% heimila með þekkta flóttaleið á heimilinu. Eldur er fljótur að breiðast út og ættu öll heimili að hafa skipulagt a.m.k. tvær flóttaleiðir út af heimili / húsi og hafa einn fyrirfram ákveðinn stað þar sem allir hittast á þegar út er komið. Vertu ELDKLÁR og settu upp flóttaáætlun & skipuleggðu flóttaleiðir heima hjá þér!

Fjögur einföld atrið

Mis­mun­andi teg­und­ir stiga & sig­lína

Ef heimili hefur ekki tvær flóttaleiðir er mikilvægt að setja upp stiga eða siglínu sem aðra flóttaleið. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um þær tegundir sem eru í boði:

Seftarar eru kaðal- og keðjustigar úr treg- eða óbrennanlegum efnum. Þeir eru festir á vegg við glugga eða eru færanlegir með festingum sem settar eru yfir gluggakistu. Þessir stigar geta sveiflast nokkuð til og eru erfiðir fyrir ung börn nema einhver haldi við þá að neðan. Þessir stigar duga fyrir tveggja til þriggja hæða hús og eru ódýr lausn.

Álstigar eru til í mörgum útfærslum. Þeir líta út eins og niðurfall úr þakrennu þegar þeir eru ekki í notkun en standa eins og venjulegir stigar við hús þegar þeir eru í notkun en þá snýr önnur langhliðin að veggnum. Álstigar eru auðveldir í notkun fyrir alla, duga fyrir stærri hús en eru nokkuð dýrir.

Siglínur eru til í nokkrum gerðum. Algengast er að siglínan eða festing fyrir hana sé á vegg við glugga. Lykkju á enda línunnar er brugðið utan um þann sem ætlar út og sígur hann hægt og rólega til jarðar. Siglínur geta verið með tvöfaldri lengd til jarðar og lykkju á báðum endum þannig að þegar einn er kominn niður er hinn endinn tilbúinn fyrir næsta mann uppi. Siglínur duga fyrir tveggja til þriggja hæða hús og eru ódýr og auðveld lausn fyrir alla.

Hag­nýt­ir punkt­ar um flótta­leið­ir & flótta­á­ætl­un

  • , ef það er einungis ein trygg flóttaleið út af heimilum þarf að setja upp stiga eða siglínu við glugga og tryggja þannig tvær greiðar leiðir út af heimilinu.
  • Ef unnt er skal loka rým­inu þar sem eld­ur log­ar, það tef­ur út­breiðslu elds og reyks. Ef mikill reykur er skal skríða eftir gólfi í átt að útgangi og koma sér út.
  • Nei, lyft­ur má aldrei nota í elds­voða því þær geta stöðvast á þeirri hæð sem eld­ur log­ar og fyllst af reyk.
  • Ef reyk­ur er í stiga­gangi er ör­ugg­ara að halda sig inni í íbúðinni og láta vita af sér við glugga eða á svöl­um. Það má til dæm­is gera með því að setja ljóst klæði út um glugga eða sval­ir.
Shopping Basket