Gróðureldar

Þegar eldur kemur upp í gróðri er talað um svokallaða gróðurelda. Gróðureldar koma upp þegar ákveðnar aðstæður eru fyrir hendi í náttúrunni, en einnig kemur það fyrir að gróðureldar kvikni af mannavöldum. Eldur getur komið upp í lággróðri jafnt sem í háum skógum,

Ert þú með þetta á hreinu?

Eldstæði

Sækja þarf um leyfi fyrir bálköst stærri en einum rúmmetri (1mᵌ) og ávallt skal gæta ýtrustu varkárni í meðferð elds. Mikilvægt er að tryggja að eldstæði valdi ekki íkveikju og sé á óbrennanlegu undirlagi.

Ert þú með þetta á hreinu?

Luktir

Logandi luktir getir valdið íkveikju á húsum og gróðri.
Óheimilt er að senda á loft logandi luktir og óheimilt að selja skýjaluktir. Förum varlega og verum ábyrg.

Hvað get­ur þú gert?

Við mannfólkið stjórnum ekki náttúrunni og hennar áformum en við getum stjórnað okkar viðbrögðum og undirbúið okkur t.d. með því að kynna okkur fyrstu viðbrögð, temja okkur góða siði í kringum eld og kynnt okkur flóttaleiðir.  

Við hvaða að­stæð­ur er mesta hætta á að gróð­ur­eld­ar komi upp?

  • Langvarandi þurrkur
  • Heitt í veðri
  • Lítill raki
  • Mikill vindur
  • Þrumur og eldingar

Frek­ari upp­lýs­ing­ar um gróð­ur­elda

Já! Gróðureldahættan er svo sannarlega til staðar hér á landi og margt bendir til þess að hún hafi aukist síðustu ár og áratugi.

Gróðureldar koma reglulega upp á Íslandi en segja má að Mýrareldar sem geisuðu árið 2006 hafi vakið landsmenn til vitundar um hættuna. Í Mýrareldum brunnu 73 ferkílómetrar af landsvæði á Mýrum í Borgarbyggð og stóðu eldarnir yfir í heila þrjá sólarhringa.

Í kjölfarið fór fram mikil og öflug vinna við að meta eldhættu, sér í lagi í þéttum sumarhúsabyggðum.

  • Farið varlega þegar grill eru notuð, hvort sem það eru gasgrill, kolagrill, einnota grill eða holugrill.
  • Varist að kveikja í sígarettum og vindlum og passið að drepa vel í og farga á viðeigandi hátt.
  • Hafið hefðbundnar brunavarnir á hreinu: reykskynjara, eldvarnarteppi og slökkvitæki.
  • Skjótið ekki upp flugeldum eða öðrum skoteldum.
  • Þekkið flóttaleiðir og útbúið flóttaáætlanir inn og út af svæðinu.
  • Þekkið neyðarnúmer/fastanúmer hússins. Númerið á að vera á plötu utan á húsinu – ef ekki er mælst til þess að fólk sæki um og setji upp slíka plötu.
  • Tryggið gott og öruggt aðgengi að vatni, helst með garðslöngu.
  • Ef þurr gróður er í kringum hús er góð regla að bleyta upp í honum.
  • Ef upp kemur eldur, hringið strax í 112 og gerið öðrum á svæðinu viðvart um hættuna.
  • Metið aðstæður og reynið að slökkva eldinn ásamt því að bjarga fólki, dýrum og verðmætum.
  • Hafið eigið öryggi alltaf í forgangi
  • Gætið þess að trjágróður vaxi ekki alveg að bústöðum eða vaxi upp í raflínur.
  • Gætið þess að aka ekki í háan þurran gróður eða leggja bíl þar sem hætta er á íkveikju völdum útblásturskerfis.
  • Farið varlega þegar grill eru notuð, hvort sem það eru gasgrill, kolagrill, einnota grill eða holugrill.
  • Varist að kveikja í sígarettum og vindlum og passið að drepa vel í og farga á viðeigandi hátt.
  • Varist að kveikja varðelda.
  • Hugið einstaklega vel að gaskútum við eldamennsku og þegar gas er nýtt til upphitunar.
  • Skrúfið þétt fyrir gaskúta, hugið að staðsetningu og geymið á öruggum stað.
  • Hafið gasskynjara með í för ásamt handslökkvitæki og eldvarnarteppi.
  • Góð regla er að hafa grill í um meters fjarlægð frá tjaldi hið minnsta.
  • Notist ekki við opin eld inni í tjöldum eða fortjöldum, gerið það heldur undir berum himni.
  • Fyrstu viðbrögð geta breytt hugsanlegu stórtjóni í smátjón og skipta því gríðarlega miklu máli

    • Komdu þér úr hættu og gerðu öðrum viðvart
    • Hringdu strax í 112
    • Lýstu eftir bestu getu hvar eldurinn er staðsettur
    • Ekki hika við að hafa samband við 112, það má alltaf afturkalla aðstoðina
    • Reynið að slökkva eldinn – ef aðstæður leyfa
    • Hafið eigið öryggi ávallt í forgangi

    Flóttaleiðir

    • Flóttaleiðir og flóttaáætlanir eru grundvallaratriði þegar kemur að eldsvoðum en þær tryggja að það sé ávallt leið út úr hættunni og því mikilvægt að fólk kynni sér, eða útbúi flóttaáætlanir.
    • Flóttaleiðir & flóttaáætlanir eiga að vera til staðar jafnt heima fyrir sem og í ferðalaginu
    • Verið með flóttaleiðir á hreinu – kynntu þér þær leiðir sem í boði eru út af því svæði sem þú ert á
    • Mikilvægt er að hafa í huga að vindur og vindátt skipta miklu máli þegar gróðureldar geisa – vindar geta stjórnað eldinum og því gott að hafa vindátt í huga þegar flóttaleið er valin

    Þekkið örugg svæði, hafi þau verið skilgreind… ef ekki er gott er að kynna sér hvar læki, vötn og aðra gróðursnauða staði er að finna 

  • Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað þegar kemur að hlýnun jarðar og þeim áhrifum sem hún hefur í för með sér. Allt bendir til þess að hin hnattræna hlýnun sem heimurinn þarf að mæta leiði m.a. til aukinna þurrka ásamt hækkandi hitastigs hér á landi.

    Með hlýnandi tíðarfari myndast hagstæðar aðstæður fyrir gróður sem skilar sér í auknum vexti gróðurs. Skógar spretta hraðar upp og lággróður breiðir vel úr sér. Lággróður er nú þegar ríkjandi hér á landi, en eldur getur ferðast hratt um lággróður á borð við gras og mosa. Þurr jarðvegur er kjörinn fyrir gróðurelda og getur í raun staðið lengi yfir.

    Skógar landsins hafa tekið vaxtarkipp undanfarið og því þarf að tileinka sér nýja siði þegar kemur að brunavörnum á slíku landsvæði.

    Með aukinni hlýnun jarðar má leiða líkur að því að tíðni gróðurelda komi til með að aukast enn frekar á komandi árum.

  • Mikilvægt er að landeigendur, sumarhúsaeigendur og aðrir sem dvelja á svæðum þar sem hætta getur verið á gróðureldum hafi tiltekinn lágmarksbúnað til að bregðast við, komi upp gróðureldur.

    Hvaða búnað?

    • Eldklöppur.

    • Gott og öruggt aðgengi að vatni – helst með garðslöngu.

    • Hlífðargleraugu, hanska, grímu, vinnugalla & handslökkvitæki.

Shopping Basket