Raftæki og aðrir hitagjafar​

Raftæki og aðrir hitagjafar eins og kertlajós, arineldur og jólaseríur eru stór partur af lífi okkar flestra en geta þó snögglega snúist upp í andhverfu sína ef umgengnin er ekki örugg. Vertu ELDKLÁR og vertu viss um að öll raftæki og aðrir hitagjafar séu öruggir á heimilinu!

Rafmagnstæki

Fimm góð jóla­ráð

Mis­mun­andi raf­tæki - mis­mun­andi hætt­ur

  • Farið ekki frá á meðan eldamennsku stendur og munið að slökkva á hellum að notkun lokinni.
  • Leggið aldrei eldfim efni ofan á eldavél, t.d. viskastykki og tuskur.
  • Skiptið reglulega um síur í gufugleypum – í þær safnast fita sem getur valdið miklum eldsvoða ef eldur kemst í hana.
  • Ráðlegt er að rjúfa strauminn að tækinu þegar heimilið er yfirgefið til lengri tíma – ekki er þá nóg að slökkva á tækinu með fjarstýringu heldur á að taka úr sambandi eða slökkva á fjöltengi.
  • Tryggið að vel lofti um bakhlið tækisins.
  • Ef skipta þarf oftar um perur í einu ljósastæði en öðru getur það bent til bilunar – látið þá löggiltan rafverktaka kanna hvað veldur.
  • Röng stærð eða gerð af peru getur valdið bruna.
  • Hafið ekki brennanleg efni of nálægt ljósum.
  • Auk eldhættu getur einnig verið hætta á vatnstjóni af völdum þvottavéla og uppþvottavéla – hafið þessi tæki því aldrei í gangi þegar þið farið að heiman eða sofið.
  • Mikilvægt er að hreinsa ló sem safnast í þurrkara, því hún er góður eldsmatur.
  • Góð regla er að slökkva á tölvum þegar þær eru ekki í notkun og án eftirlits, til dæmis þegar fólk sefur.
  • Hafið far- og spjaldtölvur ekki á mjúku undirlagi, til dæmis í sófa eða rúmi – því hætta getur verið á ofhitnun. 
  • Reynslan sýnir að kviknað getur í út frá nánast öllum raftækjum sem notuð eru á heimilum.
  • Slökkvið á þeim þegar þau eru ekki í notkun og látið laga þau eða fargið þeim ef þau sýna merki um bilun eða hrörnun.

Hag­nýt­ir punkt­ar um raf­tæki

  • Góð regla er að hafa raftæki ekki í sambandi ef þau eru ekki í notkun.
  • Ef heimilið er yfirgefið t.d. til að fara að heiman yfir helgi eða skreppa til útlanda er mikilvægt að taka raftæki úr sambandi eða fjöltengi. 
  • Það ætti að henda raftækjum og öðrum rafbúnaði sem er farin eru að láta á sjá. Látið þá skipta samstundis um rafbúnaðinn til að tryggja öryggi.
  • Eldavélin og því sem henni fylgja eru algengir brunavaldar og því er afar mikilvægt að slökkva á eldavélinni strax eftir notkun.

Hag­nýt­ir punkt­ar um hita­gjafa

  • Öruggast er að nota kramarhús, sjálfslökkvandi kerti eða kertaslökkvara í skreytingar. Sé það ekki gert er mikilvægt að láta skraut ekki liggja að kerti, eldverja skreytinguna og slökkva tímanlega á kertunum.
  • Hafið kerti ekki of nælægt hitagjafa, svo sem ofni eða sjónvarpi.
  • Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.
  • Ekki hafa kerti nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.
  • Farið aldrei frá logandi kerti eða arineld þegar börn og dýr eru nálægt – þau geta verið forvitin og farið í eldinn.
  • Mikilvægt er að fylgjast vel með þegar verið er að grilla og bregðist við áður en mik­ill eld­ur kem­ur upp í grill­inu.
  • Var­ist að grilla of nærri timb­ur­vegg eða glugga með stór­um rúðum.
  • Skrúfið fyr­ir gaskút­inn að notk­un lok­inni.
Shopping Basket