Eldklár ferðaráð

Íslenska sumarið er dásamlegt og fólk flykkist með brös á vör hringinn í kringum landið á ýmsum farartækjum og með mismunandi gististaði í huga. Ævintýrin eru mörg og á sama tíma þarf að huga að ýmsu, þar á meðal brunavörnum.

Eldhættan fer aldrei í frí og því nauðsynlegt að hafa þær í huga öllum stundum og bæta þeim við á tjékklistann áður en lagt er í hann.

Vertu eldklár á ferðinni

Brunað af stað í ferðalagið

Þeir sem ferðast um í húsbíl, með hjólhýsi eða tjaldvagn þar líka að huga að brunavörnum. Slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjarar eru staðalbúnaður bæði heima og í fríinu. Ef notast er við gas er mikilvægt að hafa gasskynjara.

Vertu eldklár í sumar

Farðu eldklár inn í sumarið

Vissir þú að skylt er að hafa slökkvitæki í öllum breyttum bílum & húsbílum? Höfum einnig reykskynjara ávallt með í för ásamt gasskynjara sé ætlunin að nota gas á ferðalaginu.

Rjúk­andi ráð fyr­ir bú­stað­inn

Slökkvitæki skulu vera staðsett við alla útganga. Gott er að hafa í huga að a.m.k. tvær greiðar leiðir skulu vera úr bústaðnum og slökkvitækin skulu því vera staðsett við þær leiðir.

Reykskynjarar skulu vera í öllum herbergjum og rýmum, eða a.m.k. þar sem raftæki eru og í öllum svefnherbergjum.

Já! Eldvarnarteppi skal hanga uppi í eldhúsinu. Munið að staðsetja það ekki of nærri eldavél, þó þannig að auðvelt sé að grípa í það og nota komi upp eldur.

Tvær greiðar leiðir skulu vera til staðar út úr bústaðnum hið minnsta. Mikilvægt er að flóttaleiðir séu greiðar og að þeir sem í bústaðnum dvelja þekki þær vel. 

Þá er einnig gott að vera flóttaáætlanir og fara yfir þær reglulega.

Gróðureldar eru raunveruleg ógn hér á landi og því mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart þeim.

  • Staðsetjið grillið ekki of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum og gróðri.
  • Yfirgefið ekki grillið á meðan það er í notkun.
  • Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður.
  • Ekki gleyma að hreinsa fitu og olíu af grillinu.
  • Forðist að nota gas til eldunar og upphitunar inni í tjöldum – slysin eru fljót að gerast og þá sérstaklega þegar eldmaturinn er mikill eins og í tjöldum.
  • Ekki skríða ofan í svefnpokann þegar varðeldurinn logar enn – slökkvið heldur í honum með vatni eða sandi.
  • Sama á við um einnota grill – gætið að í því sé slökkt.
  • Kynnið ykkur reglur og flóttaleiðir tjaldsvæðisins.
  • Farið almennt varlega með opinn eld í kringum tjöld og á tjaldsvæðinu.
  • Munið eftir gróðureldahættunni.
Shopping Basket