Reykskynjarar

Marga eldsvoða er hægt að koma í veg fyrir með réttum og
rétt staðsettum reykskynjurum. Til eru nokkrar gerðir reykskynjara
og getur borgað sig að hafa fleiri en eina gerð á heimilinu.

Reykskynjarar

Ódýr öryggistæki sem geta bjargað mannslífum

Slökkvitæki

Öflug og geta slökkt í minniháttar eldum.

Flóttaleiðir

Öll heimili ættu að hafa skipulagðar flóttaleiðir og flóttaáætlanir. 

Mis­mun­andi teg­und­ir reyk­skynjara

Flestir reykskynjarar á heimilum eru jónískir og optískir en gott er að þekkja muninn á helstu tegundum. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um þær tegundir:

Hinn hefðbundni reykskynjari er jónískur. Það segir okkur að skynjarinn er fær um að nema allar stærðir og gerðir reykagna sem mynda reykinn. Reykskynjararnir eru fjölhæfir, þeir nema auðveldlega brælu og hita og henta því sem dæmi einstaklega vel í eldhúsið sem og þvottahúsið.

Optískir skynjarar henta virkilega vel við reyk en eru ekki alveg eins næmir á hita og hinir hefðbundnu jónísku reykskynjarar. Optískir skynjarar skiptast í hitaskynjara og gasskynjara.

Hitaskynjarar nema hita en ekki reyk. Þeir þykja heppilegir til dæmis í bílskúra og eldhús.

Gasskynjarar skynja gas og eru nauðsynlegir þar sem hætta er á gasleka. Þeir sem nota gas til eldunar ættu að setja gasskynjara á sökkul innréttingarinnar. Gasskynjara þarf að endurnýja á fimm ára fresti. Þeir koma ekki í stað hefðbundins reykskynjara.

Kolsýringsskynjarar greina þegar óvenjulega mikill kolsýringur myndast. Þeir gefa frá sér hljóð og rautt ljós blikkar. Ef gas brennur þar sem engin loftræsting er brennir það smám saman upp súrefni og um leið eykst kolsýringur í andrúmsloftinu. Hann er ósýnilegur, lyktarlaus og bragðlaus, hefur sljóvgandi áhrif og leiðir til dauða ef ekki er brugðist við í tæka tíð. Mælt er með því að skynjarinn sé settur í herbergi eða nálægt herbergjum sem í eru tæki sem brenna gasi til eldunar eða upphitunar. Best er að setja skynjarann í loft, tvo til þrjá metra lárétt frá gastækinu og 30cm frá vegg, í herbergjum þar sem gasbrennarar eru. Ítarlegar upplýsingar fylgja þegar keyptir eru reykskynjarar og er fólk hvatt til þess að kynna sér þær rækilega. Ávallt ber að velja viðurkenndan búnað.

Stað­setn­ing­ar og teg­und­ir reyk­skynjara

Mælst er til þess að reykskynjarar séu í öllum rýmum og herbergjum heimila. Hér má fræðast um heimilið hvað varðar staðsetningar og tegundir reykskynjara:

Í eldhúsinu skal alltaf vera reykskynjari. Athugið þó að staðsetja hann ekki of nálægt eldavélinni því þá gæti hann farið oftar í gang (úlfur úlfur) en þörf er á. Velja skal optískan reykskynjara í eldhúsið.

Reykskynjarar eiga heima í öllum svefnherbergjum. Ef raftæki eins og sjónvarp, hljómflutningstæki og tölva eru í herberginu, ætti að vera optískur reykskynjari þar, en annars jónískur. 

Reykskynjarar eiga heima í stofunni jafnt og öðrum rýmum heimilisins. Ef sjónvarp og önnur raftæki eru í stofunni ætti að vera optískur reykskynjari.

Í þvottahúsum jafnt og öðrum rýmum heimilisins skal vera reykskynjari. Í þvottahúsið setjum við optískan reykskynjara því jónískur reykskynjari er vís til að gefa frá sér falsboð vegna gufu. Ef optíski reykskynjarinn er inni í þvottahúsinu og fer oft í gang vegna gufu, skaltu prófa að færa hann og setja hann við þvottahúsið. 

Í bílskúrnum jafnt og öðrum rýmum heimilisins skal vera reykskynjari. Í bílskúrnum ætti að vera optískur reykskynjari, en ef mikið er unnið í bílskúrnum við smíðar, rafsuðu og þess háttar, ætti þar að vera hitaskynjari. Best er ef reykskynjarinn í bílskúrnum er tengdur við annan inni á heimilinu því ef upp kemur eldur í bílskúrnum þá tala reykskynjararnir saman og skynjarinn sem er inni á heimilinu getur þá gert heimilisfólki viðvart um hættuna samstundis.

Í öllum rýmum heimilisins skal vera reykskynjari. Á gangi og við stigaop eru jónískir reykskynjarar æskilegir.

Hag­nýt­ir punkt­ar um reyk­skynjara

Á reykskynjurum er að finna lítinn hnapp sem oft er merktur „test“. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð/píp þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í góðu lagi.

Reykskynjarar skulu vera staðsettir í miðju lofts, eða sem næst henni. Gæta skal þess að skynjarinn sé ekki nær vegg eða ljósi en 30 cm.

Ef svo er þá er góð regla að hafa reykskynjara bílskúrsins samtengdan reykskynjurum heimilisins. Með þessum hætti getur reykskynjari bílskúrsins látið heimilisfólk vita af hættunni, komi upp eldur.

Reykskynjarar eiga að vera í öllum rýmum heimilisins eða í það minnsta í öllum herbergjum og rýmum þar sem raftæki eru.

Shopping Basket