Gátlistar

Þær brunavarnir sem þurfa að vera til staðar á hverju heimili eru reykskynjarar, slökkvitæki & eldvarnarteppi. Einnig er mikilvægt að heimilisfólk búi til flóttaáætlanir og þekki a.m.k. tvær flóttaleiðir út af heimilinu.

Veru­m ELD­KLÁR ­sam­an og upp­fyll­um at­rið­in á gát­list­an­um hér fyr­ir neð­an:

  • Vera staðsettir á öllum hæðum heimilisins.
  • Vera til staðar í öllum svefnherbergjum heimilisins.
  • Vera alls staðar þar sem raftæki eru.
  • Vera prófaðir reglulega, helst mánaðarlega (bíííb).
  • Hafa rafhlöður í lagi.
  • Vera yngri en tíu ára.
  • Vera staðsett við útganga og flóttaleiðir.
  • Vera fest á vegg með viðeigandi búnaði og tilbúin til notkunar.
  • Vera mjög aðgengileg og sýnileg.
  • Vera heimilisfólki kunnug svo þau viti hvernig nota eigi tækin og þekki staðsetningu þeirra.
  • Vera endurnýjuð og viðhaldið eftir þörfum.
  • Vera á ábyrgð fullorðinna og börn skulu ekki grípa til þeirra nema með þroska og getu til að beita þeim – fyrst og fremst eiga börn að koma sér út.
  • Vera til á öllum heimilum.
  • Vera hengd upp í eldhúsinu.
  • Vera staðsett á réttum stað með tilliti til eldavélar / helluborðs.
  • Vera aðgengileg og sýnileg í eldhúsum.
  • Vera heimilisfólki kunnug svo þau viti hvernig nota eigi teppin og þekki staðsetningu þeirra.
  • Ekki yfirgefa raftæki í gangi í eldhúsinu í miðri eldamennsku.
  • Ekki skilja viskastykki & tuskur eftir nærri eldavélum / helluborðum.
  • Þrífa skal grill, viftur og aðra snertifleti svo að fita safnist síður fyrir.
  • Taka skal tæki úr sambandi sem ekki þurfa að vera í sambandi.
  • Ekki hlaða of mörgum klóm á hvert fjöltengi.
  • Halda skal fötum, gardínum, leikföngum og öðrum eldfimum efnum í a.m.k. eins meters fjarlægð frá ofnum og öðrum hitagjöfum.
  • Farga skal biluðum raftækjum og öðrum hitagjöfum á réttan hátt og þau ekki geymd heima.
  • Hreinsa skal þurrkarann reglulega svo ló safnist ekki saman í miklu magni.
  • Öllu heimilisfólki skal vera kunnugt um a.m.k. tvær greiðar leiðir út af heimilinu, komi upp eldur.
  • Öll heimili eiga að hafa flóttaáætlun.
  • Allir skulu samstilltir um stað utanhúss sem hittast skal á, komi upp eldsvoði.
  • Setja þarf upp neyðarstiga þar sem ekki eru tvær flóttaleiðir af hæð.
  • Allir skulu vera meðvitaðir um að ekki skuli nota lyftur í eldsvoða.
Shopping Basket