Flóttaleiðir og flóttaáætlun
Samkvæmt skoðanakönnun Maskínu 2023 á brunavörnum heimilisins þá eru 75% heimila með þekkta flóttaleið á heimilinu. Eldur er fljótur að breiðast út og ættu öll heimili að hafa skipulagt a.m.k. tvær flóttaleiðir út af heimili / húsi og hafa einn fyrirfram ákveðinn stað þar sem allir hittast á þegar út er komið. Vertu ELDKLÁR og settu upp flóttaáætlun & skipuleggðu flóttaleiðir heima hjá þér!